Hverjir vinna fyrir okkur?

Ég vil vanalega fá fyrir peninginn þegar ég borga fyrir eitthvað. Í þingræði eins og Íslandi borgum við þingmönnum fyrir ýmislegt en eitt það mikilvægasta hlýtur að vera greiðslan fyrir að kjósa fyrir okkar hönd um hvað verður að lögum og hvað ekki.

Þess vegna langaði mig, svona þegar kosningarnar nálgast, að athuga hvort við Íslendingar höfum fengið fyrir peninginn.

Á vef Alþingis er hægt að komast yfir það sem þau kalla opin gögn (það er reyndar ekkert leyfi á gögnunun þannig að ég get ekki verið viss um um hvort þau séu opin eða ekki).

Aftur á móti eru þarna mjög áhugaverð gögn sem ég gat ekki sleppt því að skoða. Þetta eru gögnin um atkvæðagreiðslur. Í þeim gögnum er hægt að finna svar þingmanna í hverri atkvæðagreiðslu en svörin eru ekki bara og nei. Möguleg svör geta verið:

  • Nei
  • Greiðir ekki atkvæði
  • Boðaði fjarvist
  • Fjarverandi

Af þessum er fjarverandi áhugaverðust. Ég get ekki skilið þetta betur en að þarna sé merkt þegar þingmaður tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunni, lét hvorki vita af því að hann/hún myndi ekki taka þátt né að hann/hún myndi ekki greiða atkvæði (í mótmælaskyni, af því að þingmaðurinn ætlar að ná sér í meira kaffi eða eitthvað þess háttar). Þetta er ekki heldur það að varaþingmaðurinn hafi komið inn í staðinn því þá er atkvæði varaþingmannsins talið upp í staðinn (reyndar eru þeir ekki alltaf kallaðir inn en það er ekki mitt mál). Fjarverandi er sem sagt, ef ég skil gögnin rétt, merkingin sem þingmaðurinn fær ef hann/hún tekur ekki þátt en hefði átt að taka þátt.

Þetta er djúsí stöff! Fjarverandiskráningin gefur til kynna hvort við fáum fyrir peninginn (hvort við höfum greitt þingmanninum of mikið miðað við vinnuna sem við viljum að hann/hún ynni af hendi).

Ef ég tek saman fjölda fjarvistaskráninga á síðasta kjörtímabili og deili því með heildarfjölda atkvæðagreiðsla þar sem þingmaðurinn átti að vera viðstaddur (legg saman fjölda já, nei, greiðir ekki atkvæði, boðaði fjarvist og fjarverandi) fæ ég út hversu oft þingmaðurinn var fjarverandi þegar hann hefði ekki átt að vera það. Ég verð alltaf að miða við heildarfjölda atkvæðagreiðsla (í staðinn fyrir heildarfjölda atkvæðagreiðsla á kjörtímabilinu) fyrir hvern þingmann af því að stundum geta varaþingmenn verið á staðnum.

Ég hef sett hlutfall fjarverandi fyrir hvern þingmann á síðasta kjörtímabili upp í töflu hér til hægri og raðað í röð þar sem mestu skrópagemlingarnir eru efst og stundvísa liðið er neðst. Ef við tökum aðalskróparann, Árna Johnsen, sjáum við að í 64.6% af þeim atkvæðagreiðslum sem hann hefði átt að taka þátt í var hann ekki viðstaddur og lét ekki vita af því! Ætli hann hafi ekki verið fastur í Vestmannaeyjum þegar Herjólfur komst ekki í Landeyjahöfn (hann hefði nú samt þá alveg getað hringt og boðað fjarvist).

Svona töflur eru samt þurrar og leiðinlegar. Setjum þetta upp myndrænt. Teiknum upp þingsalinn og litum þingmennina út frá því hversu mikið þeir skrópa. Grænt skrópar minnst, gult næstminnst, rautt næstmest og svart er 100% skróp. Það er hægt að fara með músina yfir þingmennina til að sjá hverjir þeir eru.

Ok. Það er smá sem þarf að hafa í huga. Þessar tölur byggja á öllum atkvæðagreiðslum. Stundum fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur um sama málið með mjög stuttu millibili. Það er pínkulítið ósanngjarnt að þingmaður sem er kannski fjarverandi í atkvæðagreiðslu um eitt mál fái skráð fjarverandi mörgum sinnum (eins og til dæmis með 376. mál á 140. þingi). Síðasta skráningin er í rauninni sú sem á að gilda. Mér er sama um það þannig séð. Í mínum huga var þingmaðurinn fjarverandi og ef það var kosið svona oft þá var enn meiri þörf á því að hann væri á staðnum (eða varamaður). Tough luck!

Annað sem þarf að hafa í huga eru þingmennirnir sem sögðu upp á tímabilinu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ég ákvað að hafa þær ekki með af því þær eru ekki þingmenn. Ég miða sem sagt við þingmennina sem voru á þingi núna síðast. Fyrir áhugasama þá eru skrópin þeirra samt: Guðfríður Lilja: 16.6% fjarverandi, Þórunn Sveinbjarnar: 7.6% fjarverandi og Steinunn Valdís: 12.7% fjarverandi).

Þessar uppsagnir geta verið pínkulítið ósanngjarnar. Varamennirnir sem urðu að þingmönnum hafa þá tækifæri til að vera miklu duglegri að mæta en hinir. Þá er kannski áhugavert að skoða mætingar allra þingmanna hjá öllum flokkum. Þá getum við tekið bæði þingmennina sem hættu og þingmennina sem komu í þeirra stað með.

Vandamálið þar er að þingmenn virðast skipta um þingflokka álíka oft og ég hleð farsímann minn. Er annars einhver sem skilur af hverju þeir detta þá ekki út af þingi og annar þingmaður úr gamla flokknum kemur í staðinn? Við kjósum flokka á þing ekki fólk. Það er bara asnalegt að lýðræðislega kosna þingið breyti um stefnu af því að nokkrir þingmenn skipta um skoðun og standa ekki lengur fyrir það sem þeir voru kosnir til að gera.

Allaveganna, ég er að komast út fyrir efnið. Ég ákvað að vera bara eins og Alþingi og miða þá við þann flokk sem þeir tilheyrðu þegar þingið hætti (það er flokkurinn sem þeir eru skráðir með hérna til hliðar). Skoðum það nánar.

Mæting þingflokka á síðasta kjörtímabili

Hérna legg ég saman allar fjarverandi skráningar þingmanna í hverjum flokki og deili í samanlagðan fjölda atkvæðagreiðsla hjá öllum í flokknum. Þá fæ ég meðaltal af fjarverandi-skráningum fyrir hvern flokk. Til að skoða hvort tossarnir séu þeir sem eru öruggir um sætið sitt á þingi skoða ég fyrst þá sem eru þingmenn áður en ég bæti við varamönnum (til að sjá hvort þeir hafi einhver áhrif). Hér eru flokkarnir í tossaröð:

Bara þingmennirnir

ÞingflokkurFjarverandi
Framsóknarflokkur31.5%
Sjálfstæðisflokkur28.7%
Utan þingflokka24.7%
Vinstri hreyfingin - grænt framboð17.8%
Hreyfingin17.4%
Samfylkingin15.7%

Varamenn taldir með

ÞingflokkurFjarverandi
Framsóknarflokkur31.0%
Sjálfstæðisflokkur28.2%
Utan þingflokka24.7%
Hreyfingin17.3%
Vinstri hreyfingin - grænt framboð17.1%
Samfylkingin15.4%

Vó. Gaman að sjá röðina. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera duglegir að mæta í atkvæðagreiðslurnar (voru þeir flokkar ekki svo tæpir á þingi mestallt kjörtímabilið?) á meðan þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks mæta að meðaltali bara í um 70% af atkvæðagreiðslunum. Er þeim skítsama um af hverju þeir eiga að vera á þingi?

Svo er líka gaman að sjá að um leið og þú segir þig úr þingflokki (ef við miðum við að úrsagnirnar hafi aðallega verið úr ríkisstjórnarflokkunum) og situr utan þingflokka, þá virðist allt í einu vera í lagi að byrja að skrópa. Ætli mætingarálagið hafi ekki verið of mikið fyrir þessa þingmenn.

Skemmtilegasta niðurstaðan er samt sú að við þurfum fleiri varamenn á þing! Þeir virðast draga upp mætinguna ef við leyfum þeim að vera með (reyndar ekki fyrir utan þingflokks-fólkið en það er jú af því að þau hafa ekki varamenn).

Alþingiskosningarnar núna

Jæja, það er gaman að skoða fortíðina og læra af mistökum sínum, eins og hverja átti ekki að kjósa því þeir skrópa í því sem við viljum að þeir gera. Við ættum samt að geta notað þetta til þess að skoða hverja við ættum að kjósa núna til þess að fá sem mest fyrir peninginn. Það reyndar gengur út frá því að það verði ekki rosaleg endurnýjun á þingi -- sem það verður ekki. Af þeim 105 þingmönnum og varamönnum sem komu nálægt atkvæðagreiðslum á síðasta kjörtímabili gefa 75 kost á sér núna (þannig að það er engin rosaleg endurnýjun í framboðinu þótt það gæti orðið endurnýjun á þingi).

Til þess að skoða hverjir eru í framboði og fyrir hvaða flokk þarf að skoða lista frá landskjörstjórn. Til allrar hamingju þá hefur Ólafur Sverrir (osk á github) farið í gegnum listann og útbúið csv skrá. Ég þurfti reyndar til að vera alveg viss um að gera ekki mistök að búa til sambærilega samantekt með kennitölu þingmanna sem komu nálægt atkvæðagreiðslum. Þá gat ég verið viss um að tengja réttan núverandi þingmann við þá sem eru í framboði.

Með þær upplýsingar að vopni var ekkert vandamál að skoða flokkana sem eru núna í framboði og sjá miðað við fyrri reynslu af frambjóðendum þeirra á þingi hversu líklegir þeir eru til að mæta í vinnuna. Hér er aftur varamannalistinn mikilvægur því ég skoða ekki sérstaklega líkur á að einhver verði þingmaður og/eða varamaður. Þetta er einfaldur samanburður á: Tókstu þátt í atkvæðagreiðslum á síðasta kjörtímabili? Ertu í framboði núna? Ef já við báðum spurningum, þá ferð þú inn í meðaltal flokksins sem þú býður þig fram fyrir.

Bara þingmennirnir

ÞingflokkurFjarverandi
Framsókn31.5%
Sjálfstæðisflokkurinn29.7%
Björt framtíð28.4%
Regnboginn27.2%
Píratar19.6%
Dögun16.3%
VG16.3%
Samfylkingin16.0%

Varamenn taldir með

ÞingflokkurFjarverandi
Framsókn31.5%
Sjálfstæðisflokkurinn29.6%
Björt framtíð28.4%
Regnboginn27.2%
Píratar19.6%
Dögun16.3%
Samfylkingin15.9%
VG15.7%

Þá er það komið á hreint. Við megum búast við sömu lélegu mætingunni frá Framsókn og Sjálfstæðisflokknum (Árni Johnsen dregur Sjálfstæðisflokkinn örugglega slatta niður fyrst hann er í framboði hjá þeim þótt hann sé aftarlega á lista). Skrópagemlingar úr öðrum flokkum fóru yfir í Bjarta framtíð og Regnbogann. Píratar og Dögun ásamt gömlu ríkisstjórnarflokkunum eru líkleg til að fá um og yfir 8.0 í mætingu (sem með-puttann-út-í-loftið-mælingu er ágætis vísbending um að þau verði dugleg að mæta en það má vera að ríkisstjórnarflokkarnir sýni sitt rétta mætingareðli ef þeir fara í stjórnarandstöðu. Nú þyrfti að skoða eldri kjörtímabil!

Píratar rýna í Alþingi

Ég komst svo að því að meðan ég var að vinna að þessari bloggfærslu að Píratar gáfu út eiginlega sömu tölfræðiæfingar á r.piratar.is en bara með flottari tengingum við sérstök mál, skoðanir þingmanna út frá flokkslínum og hvaðeina. Þeir skoða ekki allar atkvæðagreiðslur (sía örugglega burt endurtekningar og skoða líklegast bara síðustu atkvæðagreiðsluna fyrir hvert mál) sem gæti verið betri nálgun. Mér sýnist samt sömu tossarnir verma efstu sætin.

Hlutfall skróps

ÞingmaðurÞingflokkurFjarverandi
Árni JohnsenSjálfstæðisflokkur64.6%
Höskuldur ÞórhallssonFramsóknarflokkur51.6%
Jón GunnarssonSjálfstæðisflokkur47.6%
Sigmundur Davíð GunnlaugssonFramsóknarflokkur41.0%
Guðmundur SteingrímssonUtan þingflokka40.5%
Birkir Jón JónssonFramsóknarflokkur40.0%
Þorgerður K. GunnarsdóttirSjálfstæðisflokkur38.9%
Kristján Þór JúlíussonSjálfstæðisflokkur35.2%
Katrín JakobsdóttirVinstri hreyfingin - grænt framboð35.1%
Jón BjarnasonUtan þingflokka34.9%
Ásmundur Einar DaðasonFramsóknarflokkur33.7%
Bjarni BenediktssonSjálfstæðisflokkur32.8%
Þráinn BertelssonVinstri hreyfingin - grænt framboð32.2%
Björgvin G. SigurðssonSamfylkingin31.5%
Guðlaugur Þór ÞórðarsonSjálfstæðisflokkur28.9%
Vigdís HauksdóttirFramsóknarflokkur28.1%
Tryggvi Þór HerbertssonSjálfstæðisflokkur27.6%
Ólöf NordalSjálfstæðisflokkur26.6%
Össur SkarphéðinssonSamfylkingin26.4%
Ögmundur JónassonVinstri hreyfingin - grænt framboð26.1%
Eygló HarðardóttirFramsóknarflokkur26.0%
Einar K. GuðfinnssonSjálfstæðisflokkur25.3%
Sigurður Ingi JóhannssonFramsóknarflokkur24.7%
Unnur Brá KonráðsdóttirSjálfstæðisflokkur24.5%
Lilja Rafney MagnúsdóttirVinstri hreyfingin - grænt framboð23.6%
Árni Páll ÁrnasonSamfylkingin23.5%
Kristján L. MöllerSamfylkingin23.5%
Birgir ÁrmannssonSjálfstæðisflokkur23.3%
Þór SaariHreyfingin22.5%
Svandís SvavarsdóttirVinstri hreyfingin - grænt framboð22.4%
Ragnheiður E. ÁrnadóttirSjálfstæðisflokkur21.4%
Siv FriðleifsdóttirFramsóknarflokkur21.4%
Helgi HjörvarSamfylkingin21.4%
Katrín JúlíusdóttirSamfylkingin21.0%
Sigmundur Ernir RúnarssonSamfylkingin20.7%
Mörður ÁrnasonSamfylkingin20.2%
Birgitta JónsdóttirHreyfingin19.6%
Atli GíslasonUtan þingflokka18.5%
Illugi GunnarssonSjálfstæðisflokkur17.2%
Ragnheiður RíkharðsdóttirSjálfstæðisflokkur16.9%
Gunnar Bragi SveinssonFramsóknarflokkur16.7%
Róbert MarshallUtan þingflokka16.3%
Ásbjörn ÓttarssonSjálfstæðisflokkur16.2%
Skúli HelgasonSamfylkingin14.1%
Ólína ÞorvarðardóttirSamfylkingin13.4%
Lilja MósesdóttirUtan þingflokka12.5%
Steingrímur J. SigfússonVinstri hreyfingin - grænt framboð12.4%
Jóhanna SigurðardóttirSamfylkingin11.9%
Magnús Orri SchramSamfylkingin11.8%
Sigríður Ingibjörg IngadóttirSamfylkingin11.6%
Margrét TryggvadóttirHreyfingin10.3%
Guðbjartur HannessonSamfylkingin10.3%
Oddný G. HarðardóttirSamfylkingin10.2%
Þuríður BackmanVinstri hreyfingin - grænt framboð10.2%
Valgerður BjarnadóttirSamfylkingin10.0%
Björn Valur GíslasonVinstri hreyfingin - grænt framboð9.5%
Jónína Rós GuðmundsdóttirSamfylkingin9.4%
Pétur H. BlöndalSjálfstæðisflokkur9.2%
Lúðvík GeirssonSamfylkingin8.8%
Álfheiður IngadóttirVinstri hreyfingin - grænt framboð8.4%
Árni Þór SigurðssonVinstri hreyfingin - grænt framboð4.8%
Ásta R. JóhannesdóttirSamfylkingin4.2%
Ólafur Þór GunnarssonVinstri hreyfingin - grænt framboð3.3%